Höfðatorg – snjöll byggingastýring fyrir 20 hæða skrifstofuturn

Project Info

  • Customer : Heimar
  • Category : Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði
  • Date Post : 06.12.2025
  • Location : Höfðatorg, Reykjavík

Um verkefnið

Höfðatorg í Reykjavík er 20 hæða skrifstofubygging, um 24.000 m², þar sem um 15 fyrirtæki og um 700 starfsmenn starfa daglega. Í verkefninu var húsið uppfært með heildstæðu Loxone byggingastýringarkerfi sem sér um lýsingu, skyggingu, hita, kælingu, glugga og orkumælingar – allt í einu samhæfðu kerfi.

Höfðatorg er umfangsmikil skrifstofubygging þar sem margir ólíkir leigutakar deila sama húsi. Markmiðið var að uppfæra bygginguna í nútímalegt „snjallhús“ með sjálfvirkri stýringu á lýsingu, gardínur, hita, kælingu og orkumælingar, án þess að fórna einfaldleika fyrir notendur.

Þegar leigusamningar voru endurnýjaðir og hæðir endurbyggðar var ákveðið að setja upp Loxone byggingastýringarkerfi sem sameinar öll undirkerfi í eina heild.

Áskorunin

Í svona háu og stóru húsi eru nokkrar lykiláskoranir:

  • Margar sjálfvirkir rafgluggar, loftræsting og gardínur sem þurfa að vinna saman til að tryggja þægilegt inniloft.

  • Allt ljósakerfið byggir á DALI-LED lýsingu sem þarf nákvæma stýringu.

  • Mismunandi leigutakar þurfa aðskilinn aðgang að stýringu í sínum rýmum, en eigandi hússins þarf samt heildaryfirsýn og orkumælingar.

  • Samhæfa þurfti margar lausnir til að vinna vel saman

Lausnin

Lausnin var að innleiða heildstætt Loxone kerfi sem tekur við stýringu á öllum helstu tækni­kerfum hússins:

  • 20 Loxone Miniserverar vinna saman að stýringu á mismunandi hæðum og kerfum.

  • Um 100 viðbætur (extensions) tengja saman ólíka tækni

  • Um 200 I/O Air einingar og 200 Touch Tree snertirofar eru notaðir í byggingunni

Allir ofnar og loftræsti-/kælieiningar eru tengd við Loxone, auk þess sem kerfið stýrir öllum rafgluggum og gardínum. Öll ljós eru DALI-stýrð með um 3.000 DALI vistföngum sem gera nákvæma og sveigjanlega lýsingarstýringu mögulega.